Landsliðsval á EM U23

Penni

< 1

min lestur

Deila

Landsliðsval á EM U23

Evrópumeistaramótið U23 ára fer fram í Espoo í Finnlandi dagana 13.-16. júlí. Þar eigum við þrjá keppendur, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) í 100 og 200 metra hlaupi og Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) í sleggjukasti.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) tekur sprettlaups tvennu en hún er skráð til leiks í 100m og 200m hlaupi. Guðbjörg náði lágamarkinu í 200m hlaupi strax á fyrsta móti er hún hlóp á 23,98 sek. sem er hennar besti árangur í ár. Hún náði lágmarkinu í 100m á Evrópubikar á tímanum 11,70 sek. sem er einnig hennar besti tími í ár. Guðbjörg er að koma gríðarlega sterk tilbaka eftir erfið meiðsli og verður gaman að fylgjast með henni í Finnlandi.

Riðlakeppnin í 100m fer fram á fimmtudeginum 13. júlí og í 200m á laugardeginum 15. júlí.

Elísabet er í frábæru formi og átti glæsilegt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum en hún stundar nám við Texas State University samhliða æfingum. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í tvígang, fyrst á svæðismeistaramótinu sínu þar sem hún sigraði í greininni með 65,53 svo bætti hún það enn fremur á bandaríska háskólameistaramótinu þar sem hún kastaði 66,98m þar sem hún varð sjöunda.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) hefur einnig átt stórkostlegt tímabil í bandaríkjunum en hún er á sínu öðru háskólaári og stundar nám við Virgina Commonwealth University. Guðrún byrjaði tímabilið með bestan árangur upp á 60,14m og hefur nú kastað lengst 65,42m. Hún varð einnig svæðismeistari í sleggjukasti og lóðkasti.

Undankeppnin í sleggjukasti fer fram á fimmtudeginum 13. júlí.

Kristján Viggó Sigfinnsson var einnig með lágmark á mótinu en gaf ekki kost á sér vegna meiðsla.

Keppendalista má sjá hér. Tímaseðil má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Landsliðsval á EM U23

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit