Landsliðshópur fyrir HM í utanvegahlaupum 2023

Penni

< 1

min lestur

Deila

Landsliðshópur fyrir HM í utanvegahlaupum 2023

Þann 6. til 10. Júní 2023 fer fram Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum í Innsbruck/Stubai í Austurríki. Eins og áður mæta til leiks allir sterkustu utanvegahlauparar heims. Keppt verður í tveimur vegalengdum, 45km hlaup með 3100m samanlagðri hækkun en þar reynir mikið á hraða hlaupara, og svo 85km hlaup með 5500m samanlagðri hækkun þar sem klifurtækni og úthald spila stórt hlutverk.

Frjálsíþróttasamband Íslands ákveðið að senda sitt allra sterkasta lið á mótið. Landslið Íslands er blanda af reynsluboltum og okkar efnilegustu hlaupurum. Liðið er skipað sex hlaupurum af hvoru kyni og hefur hópurinn aldrei verið fjölmennari. Það sýnir líka þann mikla áhuga sem er á utanvegahlaupum á Íslandi.

Karlar
Snorri Björnsson85 km
Þorbergur Ingi Jónsson85 km
Arnar Pétursson45 km
Halldór Hermann Jónsson45 km
Jörundur Jónasson45 km
Þorsteinn Roy Jóhannsson45 km
Konur
Halldóra Huld Ingvarsdóttir85 km
Rannveig Oddsdóttir85 km
Andrea Kolbeinsdóttir45 km
Anna Berglind Pálmadóttir45 km
Íris Anna Skúladóttir45 km
Sigþóra Kristjánsdóttir45 km

Hægt verður að fylgjast með ferðalagi liðsins og keppninni á Facebook síðu landsliðsins.

Heimasíða mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Landsliðshópur fyrir HM í utanvegahlaupum 2023

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit