Landsliðsæfing fór fram um helgina

 Síðastliðinn laugardag fór fram landsliðsæfing í Laugardalshöll.  Í landsliðshópi FRÍ eru 50 af fremsta frjálsíþróttafólki landsins.  Samhliða fór fram boðhlaupsæfing með boðhlaupshópi FRÍ sem er verkefni sem enn er á myndunarstigi.  Þjálfarar á æfingunni voru þeir Alberto Borges, Einar Vilhjálmsson, Gísli Sigurðsson, Guðjón Kristinn Ólafsson og Kári Jónsson.  Að lokinni æfingu var borðað á Café Easy og síðan var fundur þar sem árið var rifjað upp og næsta keppnisár kortlagt.  Að lokum hittist boðhlaupshópurinn og ræddi saman um möguleika Íslands á alþjóð vettvangi í boðhlaupum og fjáröflunarleiðir fyrir hópinn skoðaðar.  

FRÍ Author