Landsliðið er komið til San Marino

Smáþjóðaleikarnir fara fram í San Marino dagana 29. maí – 3. júní.

Íslenska landsliðið fór út til San Marino í fyrrinótt en keppni í frjálsum íþróttum fer fram 30. maí, 1. júní og 3. júní.

Ísland teflir fram sterku liði og verður æsispennandi að fylgjast með keppninni.

Úrslit frá mótinu munu birtast hér jafnóðum. Einnig er hægt að fylgjast með íslensku keppendunum í gegnum nýtt Snapchat Frjálsíþróttasambandsins en það heitir: fri-snap

Við óskum íslensku keppendunum góðs gengis!