Landslið Íslands fyrir Evrópumótið utanvegahlaupum 2024

Penni

< 1

min lestur

Deila

Landslið Íslands fyrir Evrópumótið utanvegahlaupum 2024

Evrópumótið í utanvegahlaupum fer fram í Annecy Frakklandi dagana 30 maí til 2 júní 2024.  Hlaupið er 62km með um 3900m hækkun.  Hlaupaleiðin er í fjöllunum við hið ægifargra Annecy vatn.

Frjálsíþróttasamband Íslands ( FRÍ ) hefur ákveðið senda landslið á mótið og verður það í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt á Evrópumótinu í utanvegahlaupum.  Hingað til hefur þátttaka Íslands einskorðast við heimsmeistaramót en sökum gífurlegs áhuga íslenskra hlaupara á landsliðsverkefnum hefur verið ákveðið að taka þátt á Evrópumótinu í ár.

Líkt og áður stendur langhlaupanefnd FRÍ fyrir landsliðsvalinu og eftirtaldir skipa landslið Íslands í utanvegahlaupum 2024:

Keppendur KKITRA stig
Snorri Björnsson –  FH846
Þorbergur Ingi Jónsson  –  UFA844
Þorsteinn Roy Jóhannsson  –  FH838
Sigurjón Ernir Sturluson  –  FH815
Keppendur kvkITRA stig
Andrea Kolbeinsdóttir  –  ÍR779
Íris Anna Skúladóttir  –  FH715
Halldóra Huld Ingvarsdóttir  –  FH701
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir  –  UFA685

Liðsstjóri verður Friðleifur Friðleifsson.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Landslið Íslands fyrir Evrópumótið utanvegahlaupum 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit