Lágmörk og viðmið fyrir alþjóðleg verkefni á árinu 2009

Stjórn FRÍ hefur samþykkt tillögu Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ um lágmörk og viðmið fyrir helstu landsliðsverkefni sem FRÍ stefnir að þátttöku í á árinu 2009, en þau eru:
* EM innanhúss í Tórínó, 6.-8. mars.
* Vetrarkastmót EA á Tenerife, 14.-15. mars.
* Smáþjóðarleikarnir á Kýpur, 1.-5. júní.
* NM 22 ára og yngri í fjölþrautum í Kópavogi, 13.-14. júní.
* Evrópubikarkeppni landsliða í Sarajevo, 20.-21. júní.
* EM 22 ára og yngri í Kaunas, 16.-19. júlí.
* Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tampere, 20.-26. júlí.
* EM 19 ára og yngri í Novi-Sad/Serbíu, 23.-26. júní.
* Heimsmeistaramótið í Berlín, 15.-23. ágúst.
* NM 19 ára og yngri í Finnlandi, 22.-23. ágúst.
 
FRÍ stefnir því að þátttöku í alls tíu alþjóðlegum verkefnum á árinu. Ekki er stefnt að þátttöku í HM unglinga 17 ára og yngri og Evrópubikarkeppni í fjölþrautum að þessu sinni.
 
Lágmörkin/viðmiðin eru að finna undir "Landslið" hér á síðunni "Lágmörk fyrir keppnisferðir"

FRÍ Author