Lágmörk tilkynnt fyrir HM innanhúss 2024

Penni

< 1

min lestur

Deila

Lágmörk tilkynnt fyrir HM innanhúss 2024

Heimsmeistaramótið innanhúss 2024 fer fram dagana 1.-3. mars í Glasgow í Skotlandi og hefur Alþjóðasambandið (World Athletics) birt lágmörk og lágmarkatímabilið fyrir leikana. Eins og áður geta íþróttamenn fengið þátttökurétt á mótið með lágmarki eða stöðu á WA ranking stigalista. 

Lágmarkatímabilið er frá 1. janúar 2023 til 18. febrúar 2024. Til þess að árangurinn inn á mótið sé gildur, hvort sem það er lágmark eða inn á ranking stigalista, þarf mótið að vera skráð í Global Calander.

Í fjölþrautum fá tólf íþróttamenn boð. Sigurvegarinn úr Combined Events Tour. Fimm efstu íþróttamenn á topplista utanhúss frá og með 31. desember 2021. Fimm bestu íþróttamenn á topplista innanhúss frá og með 11. febrúar 2024. Síðan velur Alþjóðasambandið síðasta þátttakandann.

Nánari upplýsingar um lágmarkakerfið fyrir mótið má finna hér.

Upplýsingar um mótið og miðasölu má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Lágmörk tilkynnt fyrir HM innanhúss 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit