Heimsmeistaramótið innanhúss 2024 fer fram dagana 1.-3. mars í Glasgow í Skotlandi og hefur Alþjóðasambandið (World Athletics) birt lágmörk og lágmarkatímabilið fyrir leikana. Eins og áður geta íþróttamenn fengið þátttökurétt á mótið með lágmarki eða stöðu á WA ranking stigalista.
Lágmarkatímabilið er frá 1. janúar 2023 til 18. febrúar 2024. Til þess að árangurinn inn á mótið sé gildur, hvort sem það er lágmark eða inn á ranking stigalista, þarf mótið að vera skráð í Global Calander.
Í fjölþrautum fá tólf íþróttamenn boð. Sigurvegarinn úr Combined Events Tour. Fimm efstu íþróttamenn á topplista utanhúss frá og með 31. desember 2021. Fimm bestu íþróttamenn á topplista innanhúss frá og með 11. febrúar 2024. Síðan velur Alþjóðasambandið síðasta þátttakandann.
Nánari upplýsingar um lágmarkakerfið fyrir mótið má finna hér.
Upplýsingar um mótið og miðasölu má finna hér.