00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Lágmörk fyrir HM 2023 – nýjar dagsetningar fyrir EM 2024

Penni

2

min lestur

Deila

Lágmörk fyrir HM 2023 – nýjar dagsetningar fyrir EM 2024

Heimsmeistaramótið 2023 fer fram í Búdapest dagana 19.-27. ágúst og hefur Alþjóðasambandið (WA) birt lágmörk og lágmarkakerfið fyrir mótið. Eins og áður geta íþróttamenn fengið þátttökurétt á mótið með lágmarki eða stöðu á WA ranking stigalista.

Lágmarkatímabilið fyrir maraþonið byrjaði 1. desember 2021 og er til 30. maí 2023. Fyrir 10.000m og fjölþraut er lágmarkatímabilið frá 31. janúar 2022 til 30. júlí 2023. Aðrar greinar eru með lágmarkatímabil frá 31. júlí 2022 til 30. júlí 2023.

Nú verður hægt að ná lágmarki í 1500m með því að keppa í mílu, þá bæði á götu og braut. Einnig er möguleiki á að öðlast þátttökurétt í 5.000m og 10.000m með því að ná lágmarki í 5km og 10km götuhlaupi.

Fjöldi keppenda í sumum greinum hefur verið breytt frá því í ár. Í tæknigreinum hefur til dæmis verið fjölgað frá 32 keppendum í 36.

Lágmörk á HM 2023:

MenEventWomenTN
10.00100m11.0848
20.16200m22.6048
45.00400m51.0048
1:44.70800m1:59.8056
3:34.20 (3:51.00/3:51)1500m (mile standard)4:03.50 (4:22.00/4:22)56
13:07.00 / 13:075000m / 5km road14:57.00 / 14:5742
27:10.00 / 27:1010.000m / 10km road30:40.00 / 30:4027
2:09:40Marathon2:28:00100
8:15.003000m SC 9:23.0036
13.28110m H / 100m H12.7840
48.70400m H54,9040
2.32High Jump1,9736
5,81Pole Vault4,7136
8,25Long Jump6,8536
17,20Triple Jump14,5236
21,40Shot Put18,8036
67,00Discus Throw64,2036
78,00 Hammer throw73,6036
85,20Javelin Throw63,8036
NAHeptathlon6,48036
8,460DecathlonNA36
1:20:1020km Race Walk1:29:2050
2:29:4035km Race Walk2:51:3050
Top 12 at WRE + 4 from Top Lists4x100mTop 12 at WRE + 4 from Top Lists16
Top 12 at WRE + 4 from Top Lists4x400mTop 12 at WRE + 4 from Top Lists16
Top 12 at WRE + 4 from Top Lists4x400m mixedTop 12 at WRE + 4 from Top Lists16

*TN = target number

Hér má finna nánari upplýsingar um lágmarkakerfið fyrir HM 2023.

Nýjar dagsetningar fyrir EM og EM U20

Evrópusambandið (EAA) hefur ákveðið að færa Evrópumeistaramótið til 7.-12. júní 2024 vegna Ólympíuleika og annara íþróttaviðburða. Mótið verður þá inn í lágmarkatímabilið fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í París 26. júlí – 11. ágúst 2024.

Rúmenska frjálsíþróttasambandið hefur beðið um að færa Evrópumeistaramótið U20 sem fer fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu á næsta ári þar sem keppnisvöllurinn var ekki laus dagana sem mótið átti að fara fram. Nú er búið að staðfesta að meistaramótið fari fram dagana 6.-9. júlí 2023.

Penni

2

min lestur

Deila

Lágmörk fyrir HM 2023 – nýjar dagsetningar fyrir EM 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit