Kvennalið í fjölþrautabikarinn

Þær Sveinbjörg  Zophoníasdóttur USÚ, Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR og Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni fara til Tel Aviv til þátttöku í Evrópubikarnum í fjölþrautum, sem fram fer 26. og 27. júní nk.
 
Helga Margrét er að búa sig undir Heimsmeistaramót unglinga sem haldið verður í Moncton í Kanda um miðjan júlí nk. og er þessi keppni liður í þeim undirbúningi. Kristín Birna hefur verið á góðri siglingu á mótum í Evrópu og hefur sýnt að hún er í mjög góðu formi. Sveinbjög er nýkomin úr keppni í Randers í Danmörku á NM unglinga þar sem hún stóð sig mjög og bætti sinn árangur í nokkrum greinum.
 
Með í för verða þau Guðrún Ingólfsdóttir og Stefán Jóhannsson.

FRÍ Author