Kúluvarpararnir sýna framfarir á Stórmóti ÍR – persónulegt met og ársbesta

Góð stemmning var í kúluvarpshringnum á fyrra degi á Stórmóti IR. Óðinn Björn Þorsteinsson (ÍR) sýndi yfirburði sýna í hringnum og bætti árangur sinn frá frjálsíþróttamótinu á RIG fyrir tveimur vikum. Óðinn kastaði í fjórgang yfir 18 metra, lengst 18,66m og nálgast óðum árangursviðmið til þátttöku á EM innanhúss sem fram fer í Prag dagana 6-8 mars. Óðinn hefur náð sér af meiðslum sem háðu honum í fyrra og æfir í góðum félagsskap með ungum og bráðefnilegum ÍR-ingum sem hafa bætt sig verulega í félagsskapnum undir traustri handleiðslu Péturs Guðmunssonar Íslandsmethafa í kúluvarpi. Annar varð Sindri Lárusson ÍR (93) með kasti upp á 16,34m og á hæla honum í 3.sæti var Guðni Guðnason ÍR (95) með 16,29m. Fottir strákar að nálgast fulla ferð í hringnum og stefna allir á alþjóðleg mót á keppnistímabilinu.

FRÍ Author