Kröftug byrjun á RIG

Sveitir ÍR í boðhlaupunum kórónuðu gott með Íslandsmetum í boðhlaupunum. Fyrst bætti karlasveitin metið um rúma sek, þegar hún kom í mark á tímanum 1:28,71 mín., en fyrra metið var 1:29,73 mín., en það met var frá 1996 í eigu Breiðabliks. Kvennasveitin kom í mark á tímanum 1:41,49 mín og bætti fyrra metið um 4 sek., en fyrra met var í eigu meyjasveitar ÍR, sett á síðasta ári.
 
Bestu afrek mótsins unnu þau Arna Stefanía og Þorsteinn, eins og áður sagði. Arna Stefanía hljóp 400 m á 55,75 sek sem gefa 1036 stig skv. stigatölfu IAAF. Þorsteinn sigraði í langstökkinu með 7,65 m sem gefa 1052 stig skv. sömu tölfu. Árangur Örnu Stefaníu er nýtt persónulegt met. Í 2. sæti í 400 m hlaupinu varð Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki á nýju persónulegu meti 56,79 sek. sem er bæting um 97/100 úr sek.
 
Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautarkona úr Ármanni sigraði bæði í kúluvarpi og 60 m grindarhlaupi. Hún varpaði kúlunni 14,53 m, sem réttum metra frá Íslandsmeti Guðrúnar Ingólfsdóttur. Grindarhlaupið fór Helga á 8,73 sek. sem er nýtt persónulegt met, en besti árangur hennar var áður 8,78 sek. frá 2008.
 
Bjartmar Örnuson UFA sigraði í 800 m hlaupi eftir hörkukeppni við Snorra Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK. Sigurtími Bjartmars var 1:54,57 mín, eða 19/100 á undan Snorra, en skammt þar á eftir var Kristinn á 1:57,52 mín. Hin unga Anía Hinriksdóttir úr ÍR sigraði í 1.500 m hlaupi eftir góða keppni frá Arndísi Hafþórsdóttur og Írisi Önnu Skúladóttur báðar úr Fjölni. Tími Anítu var 4:43,75 mín. sem er persónuleg bæting hjá henni um 4 sek.
 
Simon Sandvik frá Noregi sigraði í 60 m hlaupi eftir harða keppni við Óla Tómas Freysson FH og Svein Elías Elíasson Fjölni. Tími Simns var 7,01 sek, en þeir Óli og Sveinn voru 10/100 á eftir eða 7,11 sek. Marte Jörgensen Noregi sigraði í 60 m hlaupi kvenna á 7,83 sek, en Hafdís Sigurðardóttir HSÞ varð önnur á 7,95 sek. Þriðja varð Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR á 7,96 sek.
 
Hafdís sigraði eftir jafna og spennandi keppni í langstökki kvenna, en hún stökk 6,00 m í síðasta stökki keppninnar. Rétt áður hafði Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ tekiö foryrstuna með stökki upp á 5,82 m. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ sigraði í langstökki karla eftir jafna keppni við Kristinn Torfason FH. Þorsteinn stökk 7,65 m en Kristinn 7,57 m.
 
Öll úrslit mótsins er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ (http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1554.htm) 

FRÍ Author