Kristján Viggó Sigfinnsson bætti 40 ára gamalt met

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fram fer í Osló þessa dagana. 8 drengir og 8 stúlkur á aldrinum 13-14 ára keppa í frjálsum íþróttum.

Í dag var keppt í hástökki og náði þar Kristján Viggó Sigfinnsson bestum árangri með 1,91 m stökki og 1. sæti.

Kristján bætti sinn besta árangur jafnframt um þrjá sentimetra, því best átti hann áður 188 sentimetra. Hann var reyndar nálægt því að bæta sig enn frekar, því hann átti góðar tilraunir eftir að ráin var hækkuð upp í 193 sentimetra.

Setti hann um leið nýtt Íslandsmet í hástökki pilta 14 ára og yngri en metið var áður í eigu Stefáns Þórs Stefánssonar sem stökk 1,90 m í Reykjavík þann 7. ágúst 1977.

 

Hér má finna úrslit úr öllum greinum mótsins.