Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) keppti í hástökki á mánudaginn. Kristján kom inn í keppnina þegar ráin var í 2,08m. Hann felldi ránna því miður í öllum þremur tilraununum og komst því ekki áfram í úrslitin. Það dugði að stökkva 2,04m í fyrstu tilraun til að komast í úrslitin.
Glódís Edda Þuríðardótttir (KFA) hljóp í dag 100 metra grindahlaup. Hún kom í mark á tímanum 14,53 sek. sem dugði ekki til að komast í undanúrslitin.