Kristján og Glódís á HM U20

Penni

< 1

min lestur

Deila

Kristján og Glódís á HM U20

Dagana 1.-6. ágúst fer fram Heimsmeistaramót U20 ára í Santiago de Cali í Kólumbíu.

Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) keppir í hástökki. Hann náði lágmarkinu strax á fyrsta móti í janúar er hann stökk 2,15 metra. Hann stökk síðan 2,20 metra á Meistaramóti Íslands innanhúss og jafnaði þar með aldursflokkametið í greininni. Hann er búinn að stökkva 2,15 metra hæst utanhúss í ár sem er persónulegt met utanhúss. Kristján keppir í undankeppni miðvikudaginn 2. ágúst kl 15:20 að íslenskum tíma.

Glódís Edda Þuríðardóttir (KFA) komst inn á kvótasæti og keppir í 100 metra grindahlaupi. Glódís hefur hlaupið 14,33 sek. hraðast í ár en hennar persónulegi besti árangur er 14,00 sek. sem er einnig aldursflokkamet. Glódís keppir í riðlakeppni fimmtudaginn 4. ágúst klukkan 16:05 að íslenskum tíma.

Hlekkur að streymi má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Kristján og Glódís á HM U20

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit