Kristín Birna hljóp grindahlaup á 14.50 og 60.37s um helgina

Kristín sigraði á mótinu í 400m grindahlaupi á 60.37 sek. og komst einnig í úrslit í 100m grindahlaupi með því að hlaupa á 14.50s í undanrásum, en í úrslitahlaupinu varð hún fyrir því óláni að detta.
Kristín Birna keppti einnig í hástökki á mótinu, stökk 1.65 metra og varð í 6-7. sæti í þeirri grein.
Fyrir tveimur vikum bætti Kristín sinn besta árangur í spjótkasti, þegar hún kastaði 35.96 metra.
 
Kristín byrjar keppnistímabilið utanhúss vel og er til alls líkleg í sjöþrautinn í vor, en hún sett í Íslandsmet sitt, 5402 stig vorið 2006. Eftir það átti hún við meiðsl að stríða, en nú virðist hún vera að ná sér vel á strik og mun eflaust gera atlögu að Íslandsmetinu í sjöþraut á næstu vikum.

FRÍ Author