Kristín Birna 60 stigum frá Íslandsmetinu í sjöþraut og 58,82s í 400m grind

Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR náði 5.342 stigum og varð í 4. sæti í sjöþraut á Mid West Svæðismeistaramótinu í Bandaríkjunum dagana 14. – 15. maí, en hún keppir fyrir háskólann í San Diego State. Þessi árangur hennar eraðeins 60 stigum frá Íslandsmeti hennar frá árinu 2006, en það er 5402 stig. Kristín hljóp 100m grindahlaup á 14.05 sek, stökk 1.63 m í hástökki, varpaði kúlunni 10.97m, hljóp 200m á 25.37 sek, stökk 5,54m í langstökki, kastaði spjótinu 33,25 m og hljóp að lokum 800m á 2:14.24.
Árangurinn var við hennar besta í öllum greinum nema spjótkasti en hún á best í ár 37.19m.
 
Þá keppti Kristín Birna einnig í grindahlaupum um helgina á sama móti og varð í 3. sæti í 400m grindahlaup á 58.82 sek, sem er hálfar sek. bæting og 5. besti árangurinn í sögu skólans. Hún hljóp einnig 100m grindahlaup á 13.94 sek sem er jöfnun á hennar besta árangri.
Kristín Birna stökk einnig hástökk 1.65m og varð í 9. sæti en þetta er jöfnun á hennar besta árangri.
 
Með þessum árangri í sjöþrautinni komst Kristín Birna í 22. sæti háskólalistans í Bandaríkjunum og einnig inn á lista yfir mögulega keppendur á bandaríska háskólameistaramótinu í sjöþraut og í 400m grindahlaupi.
 

FRÍ Author