Kristín í þriðja sæti afrekalistans

Í gær fór fram Origo mót FH í Kaplakrika þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. Kristín Karlsdóttir, FH, náði frábærum árangi þegar hún kastaði 53,53 metra í kringlukasti. Kristín var að bæta sinn besta árangur um tæpa tvo metra en fyrir hafði hún kastað lengst 51,66 metra í byrjun júní.

Með árangrinum komst Kristín upp í þriðja sæti íslenska afrekalistans frá upphafi. Aðeins hafa Guðrún Ingólfsdóttir og Íslandsmethafinn, Thelma Lind Kristjánsdóttir, kastað lengra. Íslandsmet Thelmu er 54,69 metrar sem hún setti árið 2018.

Öll úrslit mótsins má finna hér