Krister Blær með bætingar og met

Eigið met í flokki 18-19 ára bætti hann úr 4,71 m eða 32 cm. Innanhúss hefur Krister bætt árangur sinn um 1 meter og 23 cm frá því í fyrra og verða þessar framfarir að lofa góðu upp á framtíðina. Með þessum árangri er Krister kominn í 5. sæti í stangarstökki í landinu frá upphafi, innanhúss. Þetta er besti árangur ársins innan- og utanhúss ár í öllum aldursflokkum.
 
Annar í stangarstökkinu var Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, en hann stökk 4,60 m. Yngri bróðri Kristers, Tristan varð þriðji og bætti árangur sinn einnig á mótinu, en hann stökk 4,30 m, en hann átti best 4,05 m frá því í vor innanhúss, en 4,10 m frá því á Meistaramótinu í fjölþrautum í sumar utanhúss.
 
Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki bætti sinn árangur einnig verulega, en hann fór núna 3,90 m, en átti best áður 3,40 m. Þeir Ari Sigþór og Tristan Freyr eru aðeins 17 ára og eiga því framtíðina fyrir sér
 
Fyrirliggjandi úrslit á mótinu má sjá hér.

FRÍ Author