Kópavogsmótið – 5. Prentmetamótið í kvöld

María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni mun mæta til keppni eftir nokkurt hlé vegna meiðsla, en hún hefur verið ein fremsta fjölþrautarkona okkar. Þá mun Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR keppa í grindarhlaupi en hún er að komast í gott form eftir meiðsl og barneignarfrí frá íþróttinni. Þar mun hún etja kappi við Fjólu Signýju Hannesdóttur Selfossi, en þær eru báðar reyndar landsliðskonur í þessari grein.
 
Í langstökki mun Einar Daði Lárusson sem á ársbest 7,38 m keppa við nokkra góða stökkvara, þar á meðal félaga sinn úr ÍR Juan Ramó Borges sem á tæpa 7 m. Vel á annan tug keppenda er skráður til leiks í 100 m hlaupi karla og þar má búast við góðri keppni. Óðinn Björn Þorsteinsson Ármanni mun mæta sterkur til leiks að vanda.
 
Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author