Fyrsti keppnisdagur Evrópubikarsins var í dag þar sem Ísland keppir í annarri deild og náðist glæsilegur árangur. Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði aftur Íslandsmet sitt og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi á tímanum 10,51 sek. Kolbeinn varð sjöundi greininni. Daníel Ingi Egilsson varð annar í þrístökki karla með 15.82m. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16.93m. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði lágmarki inn á EMU23 í 100m hlaupi er hún kom í mark á tímanum 11,70 sek. Guðbjörg varð í ellefta sæti í greininni.
Úrslit frá degi 1
- Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir – sleggjukast 58.49m | 10. sæti
- Ingibjörg Sigurðardóttir – 400m á 58.52 sek | 15. sæti
- Sæmundur Ólafsson – 400m á 48.63 sek PB | 16. sæti
- Andrea Kolbeinsdóttir – 5000m á 16;32,42 PB mín | 9. sæti
- Hera Christensen – kringlukast 45,69m | 12. sæti
- Þorleifur Einar Leifsson – stangarstökk 4,00m | 14. sæti
- Baldvin Þór Magnússon – 800m á 1:50,50mín PB | 12. sæti
- Hlynur Andrésson – 3000m hindrun á 9:13.26 mín | 12. sæti
Ísland liggur nú í þrettánda sæti af sextán þjóðum. Efstu þrjú sætin fara upp um deild og neðstu þrjú falla niður um deild og er Ísland ekki á hættusvæði. Hægt er að sjá stöðuna á mótinu hér. Úrslit mótsins má finna hér. Keppni heldur áfram á morgun.
Dagskrá íslensku keppendana | Dagur 2
14:10 | Sleggjukast karla | Hilmar Örn
14:20 | Langstökk karla | Daníel Ingi
14:55 | Stangarstökk kvenna | Karen Sif
15:05 | 110m grindahlaup | Ísak Óli
15:25 | 100m grindahlaup | Birna Kristín
15:57 | 800m kvenna | Aníta Hinriksdóttir
16:08 | 1500m karla | Baldvin Þór
16:15 | Kringlukast karla | Guðni Valur
16:26 | Þrístökk kvenna | Irma Gunnarsóttir
18:40 | 400m grindahlaup kvenna | Ingibjörg Sigurðardóttir
19:05 | 400m grindalhlaup karla | Ívar Kristinn
19:30 | 4x100m boðhlaup kvenna | Birna Kristín, Eir, Júlía Kristín og Guðbjörg Jóna
19:50 | 4x100m boðhlaup karla | Gylfi Ingvar, Kristófer, Dagur Andri og Kolbeinn Höður
*Allar tímasetingar eru að íslenskum tíma
Hægt er að sjá keppendalista fyrir keppnisdaginn á morgun hér.