Kolbeinn Höður keppti í 200 m á EM U23

Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti í undanriðlum í 200 m hlaupi karla á Evrópumeistaramóti 20-22 ára. Hann hafnaði í 5. sæti í fyrsta riðli á tímanum 21,39 sek.

Þrír bestu tímarnir í hverjum riðli auk fjögurra bestu tímanna þar á eftir komust áfram í undanúrslit og náði Kolbeinn ekki að vera meðal þeirra.