Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslitin í 60 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Istanbúl á morgun. Kolbeinn hljóp á 6,73 sekúndum og varð fimmti í sínum riðli og voru fjórir úr hverjum riðli sem komust áfram í undanúrslitin. Kolbeinn hefði þurft að hlaupa einum hundraðasta úr sekúndu hraðar til þess að komast áfram og endaði hann í 26. sæti. Hann var aðeins fimm hundruðustu úr sekúndu frá Íslandsmetinu sínu en er það 6,68 sekúndur.