Keppt um landsliðssætin á 72. Vormóti ÍR

Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir til leiks og reynir með sér í þeim 32 greinum sem keppt er í, alls eru 119 keppendur skráðir til leiks. Spjótkastararnir Guðmundur Sverrisson ÍR og Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki  hafa báðir kastað vel í vor og gætu sett met eða rofið múra. Þegar hinn stórefnilegi Hilmar Örn Jónsson ÍR keppir í sleggjukastinu eru metin alltaf í hættu en Hilmar kastar bæði karlasleggjunni og unglingasleggjunni á mótinu. Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson Ármanni mætir Sindra Lárussyni ÍR í kúluvarpinu. Bjarki Gíslason UFA keppir nú eftir langt hlé í stangarstökkinu og mætir þar Mark W. Johnson ÍR en báðir eru líklegir til að stökkva yfir fimm metra. Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson ÍR keppir í hinu árlega 3000m Kaldalshlaupi sem haldið er til heiðurs öðrum Ólympíufara og methafa Jóni Kaldal. Kristinn Torfason FH og einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR verða báðir með langstökkinu og síðan verður 100m hlaup karla öruggleg mjög spennandi þar sem Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA mætir Ívari Kristni Jasonarsyni , Ara Braga Kárasyni, Ramon Borges, Helga Björnssyni og Einari Daða öllum úr ÍR ásamt Haraldi Einarssyni Ármenningi og þingmanni.
Heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari unglinga Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir í 800m hlaupinu og Kristín Birna Ólafsdóttir er líklegust til sigurs í báðum grindahlaupum kvenna. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir landsliðskona úr ÍR er líklegust til sigurs í spretthlaupum kvenna í fjarveru Hafdísar Sigurðardóttur UFA.    
 
Það verður því mikið um að vera í Laugardalnum á morgun og búast má við góðri stemmingu eins og endranær á þessu móti sem líkur um kl. 21:30 með Kaldalshlaupinu og pylsuveislu.
 
Nánari upplýsingar veita Þráinn Hafsteinsson 863-1700 eða thrainn@ir.is eða Margrét Héðinsdóttir 854-1481.

FRÍ Author