Keppni í Silesia hefst á morgun

Penni

2

min lestur

Deila

Keppni í Silesia hefst á morgun

Keppni á Evrópubikar hefst á morgun, þriðjudaginn 20. júní. Mótið fer fram í Silesia / Krakow-Malopolska í Póllandi og er lið Íslands í annari deild (Division 2). Keppni fer fram á kvöldin og stendur yfir í þrjá daga. Við sendum 30 keppendur að þessu sinni og er hægt að skoða valið hér. Það verður glæsilegt streymi í boði Eurovision Sport þar sem hægt er að fylgjast með hverri grein fyrir sig ásamt venjulegri útsendingu. Hlekk að streymi má finna hér.

„Það er spenna í lofti og gaman að vera komin á þessa frjálsíþróttahátíð en hér eru öll sterkustu landslið Evrópu að mætast. Við erum með sterkt lið í ár og munum berjast fyrir hverju einasta stigi og markmiðið er að halda okkar sæti í 2.deild. Ég er bjartsýnn á góðan árangur og það er gaman fyrir einstaklingsíþróttafólk að taka þátt í liðakeppni og samkennd, samstaða og baráttuhugur áþreifanlegur“ sagði Guðmundur Karlsson, afreksstjóri og framkvæmdastjóri FRÍ. 

Þrjár efstu þjóðirnar í keppninni komast upp um deild og fara þá í eftsu deildina (Division 1) og þrjár neðstu deildirnar falla niður í þriðju deildina (Division 3). 

„Aðal áherlsan í þessu móti er auðvitað að ná í sem flest stig fyrir landsliðið. Það skapast alltaf ákveðin stemning þegar keppt er sem lið. En hér er líka tækifæri fyrir einstaklingana. Þessi keppni er gríðarlega sterk með marka góða keppendur og frábærar aðstæður. Hér skapast tækifæri fyrir okkar íþróttamenn til þess að sýna sitt besta og íslendsmet í nokkrum greinum í hættu. Margir af okkar bestu íþróttamönnum hafa verið að ná frábærum árangri að undanförnu og verður spennandi að sá hvernig tekst til hér“ sagði Sigurður Arnar Björnsson, verkefnastjóri landsliðsmála

Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.

Dagskrá íslensku keppendana | Dagur I

14:15 Kúluvarp kvenna | Erna Sóley

14:20 Sleggjukast kvenna | Guðrún Karítas

15:05 400m | Ingibjörg Sigurðardóttir 

15:22 Þrístökk | Daníel Ingi

15:35 400m karla | Sæmundur Ólafsson

15:53 5000m kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir

16:15 Kringlukast kvenna | Hera Christensen

16:20 Stangarstökk karla | Þorleifur Einar

16:28 800m karla | Baldvin Þór

16:55 3000m hindrun | Hlynur Andrésson

17:30 100m kvenna | Guðbjörg Jóna

17:57 100m karla | Kolbeinn Höður

*tímasetningarnar eru að íslenskum tíma

Penni

2

min lestur

Deila

Keppni í Silesia hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit