Keppni í Espoo hefst á morgun

Penni

< 1

min lestur

Deila

Keppni í Espoo hefst á morgun

Keppni hjá íslenska liðinu á Evrópumeistarmótinu U23 hefst á morgun, fimmtudag. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppa í undankeppni í sleggjukasti og kasta þær í sitt hvorum kasthópnum. Guðrún kastar í kasthópi A sem og hefst keppni hjá henni klukkan 6:40 að íslenskum tíma. Elísabet mun síðan kasta í B kasthópi og hefst keppni þar klukkan 7:50 að íslenskum tíma. Það eru tólf efstu sætin sem komast áfram í úrslitakeppnina en til þess að komast beint í úrslit þurfa þær að kasta 66,00 metra. Íslandsmet Elísabetar er 66,98m og þarf hún því að vera við sitt besta til þess að komast beint í úrslit. Guðrún þarf að bæta sinn persónulega árangur til þess að komast beint í úrslit en hún á best 65,42m. Úrslitin fara fram á föstudaginn.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hleypur í undanrásum í 100m hlaupi klukkan 7:31 og hleypur hún í öðrum riðli. Þrjár fyrstu konur í hverjum riðli komast áfram í undanúrslitin og síðan fjórir hröðustu tímarnir eftir það. Það eru fjórir riðlar í heildina. Guðbjörg er búin að hlaupa hraðast 11,70 sek. í ár og á hún best 11,56 sek. Undanúrslitin fara einnig fram á morgun.

Hér má finna úrslit í rauntíma og keppendalista.

Hér má finna streymi þar sem hægt er að fylgjast með hverri grein fyrir sig ásamt venjulegri útsendingu.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Keppni í Espoo hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit