Keppni hjá Hilmari og Guðna á HM hefst á morgun

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Keppni hjá Hilmari og Guðna á HM hefst á morgun

Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst á morgun og eigum við tvo keppendur á fyrsta keppnisdegi. Hilmar Örn Jónsson (FH) keppir í undankeppni í sleggjukasti og er hann í kasthópi A. Alls eru sautján keppendur í hans kasthópi og þarf hann að kasta 77,00m til þess að komast beint í úrslitakeppnina eða vera á meðal efstu tólf. Úrslitin fara fram sunnudagskvöldið 20. ágúst. Íslandsmet Hilmars í greininni er 77,10m og er hann búinn að kasta lengst 74,77m í ár.

Undankeppnin hjá Hilmari hefjast klukkan 10:00 að íslenskum tíma. Seinni kasthópurinn kastar klukkan 11:45.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppir í undankeppni í kringlukasti og er hann í kasthópi A ásamt átján öðrum keppendum. Guðni þarf að kasta 66,50m til þess að komast beint í úrslit eða vera á meðal efstu tólf. Úrslitin fara fram mánudagskvöldið 21. ágúst. Íslandsmet Guðna í greininni er 69,35m og er hann búinn að kasta lengst 64,80m í ár.

Undankeppnin hjá Guðna hefjast klukkan 17:09 að íslenskum tíma. Seinni kasthópurinn kastar klukkan 18:43.

Keppnin verður í beinni á RÚV 2.

Keppendalista og úrslit í rauntíma má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Keppni hjá Hilmari og Guðna á HM hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit