00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Keppni hjá Elísabetu og Guðrúnu hefst á morgun

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Keppni hjá Elísabetu og Guðrúnu hefst á morgun

Dagur tvö á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum er í dag og hafa fjórir Íslendingar lokið keppni. Á morgun stíga þær Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) á stokk en báðar kepptu þær á bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA Outdoor Championships) þann 6. júní. Hægt er að lesa um það hér.

Á morgun er undankeppni í sleggjukasti. Elísabet er í kasthópi A og keppir kl. 8:05 á íslenskum tíma. Guðrún er í kasthópi B og keppir kl. 9:30 á íslenskum tíma. Alls eru fimmtán keppendur í báðum kasthópum og þurfa þær að kasta 71,50 m. til að komast beint áfram í úrslitakeppnina eða vera meðal tólf efstu. Úrslitin eru mánudaginn 10. júní kl. 19:33 á íslenskum tíma.

Íslandsmet Elísabetar er 70,47 m. sem hún kastaði núna á fimmtudaginn síðasta.

Guðrún er búin að kasta lengst 69,76 m. í ár.

Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst útsending kl. 7:00.

Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit á mótinu.

Hægt er að lesa meira um íslensku keppendurna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Keppni hjá Elísabetu og Guðrúnu hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit