Keppni á HM hefst á morgun

BELGRADE, SERBIA - MARCH 17: General view of the arena prior to the World Athletics Indoor Championships at Belgrade Arena on March 17, 2022 in Belgrade, Serbia. (Photo by Maja Hitij/Getty Images for World Athletics)

Penni

2

min lestur

Deila

Keppni á HM hefst á morgun

Keppni á HM innanhúss hefst á morgun og hefst útsending á RÚV klukkan 9:10. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) og Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppa fyrir hönd Íslands og hefja þau bæði keppni á morgun, föstudag. 

Guðbjörg Jóna keppir í undanrásum í 60 metra hlaupi klukkan 9:15. 

„HM leggst bara vel í mig, mjög blendnar tilfinningar að vera komin hingað. Spenna, stress og gleði en einnig sakna ég Brynjars rosalega mikið og langar mig að hlaupa fyrir hann en einnig alla þá sem hafa hvatt mig áfram í gegnum tíðina. Það er alltaf jafn mikill heiður að hlaupa fyrir Ísland og vona ég að fólk verði stolt af mér.“

Íslandsmet hennar í greininni er 7,43 sem hún setti í janúar og hefur sýnt mikinn stöðugleika á síðustu mótum.

„Markmiðið er fyrst og fremst að taka inn alla þessa stemmingu og reynslu sem þetta mót hefur uppá að bjóða. Ætla ekki að hugsa um neitt annað.“

Baldvin Þór keppir í undanrásum í 3000 metra hlaupi klukkan 12:25.

„Ég er ótrúlega spenntur, þetta er miklu stærra heldur en nokkuð mót sem ég hef farið á áður og verður gaman að keppa á móti bestu hlaupurum í heimi.“

Baldvin á Íslandsmetið í greininni og setti það í febrúar þegar hann hljóp 7:47,51 mín. og er búinn eiga frábært tímabil. 

„Markmiðið mitt um helgina er að læra og fá reynslu, komast í úrslit og njóta þess að vera hérna.“

Penni

2

min lestur

Deila

Keppni á HM hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit