Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum fór fram nú um helgina í Monzon á Spáni.
Ísland sendi að þessu sinni 7 keppendur til leiks og luku þeir allir keppni.
Tristan Freyr Jónsson náði bestum árangri íslensku keppendanna en hann hafnaði í 4. sæti í karlaflokki með 7,078 stig.
Ísak Óli Traustason hafnaði í 14. sæti með 6,502 stig, Ingi Rúnar Kristinsson hafnaði í 16. sæti með 6,353 stig og Gunnar Eyjólfsson hafnaði í 24. sæti með 5,295 stig. 24 keppendur luku keppni í karlaflokki.
Í kvennaflokki náði María Rún Gunnlaugsdóttir bestum árangri en hún hafnaði í 9. sæti með 4,998 stig.
Irma Gunnarsdóttir hafnaði í 11. sæti með 4,927 stig og Helga Margrét Haraldsdóttir hafnaði í 18. sæti með 4,065. 18 keppendur luku keppni í kvennaflokki.
Hér má sjá öll úrslit mótsins.
Hér má sjá útsendingu frá fyrri keppnisdegi mótsins.