Kastaravikan

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Kastaravikan

Föstudaginn 8. september fór fram árleg Kastþraut Ólafs Guðmundssonar við frekar erfiðar aðstæður. Keppnisgreinarnar voru; sleggjukast, kringlukast, kúluvarp, spjótkast og lóðkast.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) sigraði kringlukastið með 3933 stig í karlaflokki. Örn Davíðsson (HSK/Selfoss) var í öðru sæti með tæp 3100 stig og Jón Bjarni Bragason (Breiðablik) var í þriðja sæti.

Skemmtileg keppni fór fram í kvennaflokki sem endaði með sigri Heru Christensen (FH) en hún fekk 2588 stig, Hlidur Helga Einarsdóttir (HSK/Selfoss) var í öðru sæti með rúmlega 2200 stig og Álfrún Diljá Ragnheiðardóttir í því þriðja (HSK/Selfoss). Í fjórða sæti og aðeins sjö stigum á eftir Álfrúnu var Ágústa Tryggvadóttir (HSK/Selfoss)

Heildarúrslit mótsins er hægt að finna hér.

Hilmar Örn í Finnlandi

Hilmar Örn (FH) keppti í Finnlandi um helgina á Arctic hammer á laugardeginum og Arctic kastþraut á sunnudeginum. Á laugardeginum kastaði hann sleggjunni 69,42m og tók fjórða sætið en á sunnudeginum kastaði hann sleggjunni 68,48m og 19,11m í lóðkasti.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Kastaravikan

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit