Kastarar byrja sumarið með krafti

Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR sigraði í hástökki, með 1,50 m, en hún hefur hingað til einbeitt sér að stangarstökki. Þingmaðurinn nýkjörni, Haraldur Einarsson úr HSK, sýndi að stjórnmálaþátttakan hefur ekki alveg tekið hug hans allan því hann sigraði tvöfalt á mótinu, bæði í 100 m hlaupi á og í 300 m hlaupi.

Stefán Velemir úr ÍR var að snarbæta sinn árangur í kúluvarpi (6 kg) en hann kastaði 15,32 m en átti best áður 13,51 m.

 
Strekkingsvindur setti sitt mark á mótið og nær allur árangur í spretthlaupum og langstökki var með of mikilum meðvindi til að geta talist löglegur.
 
Öll úrslit mótsins má sjá hér á móta forriti FRÍ. Mótið er jafnframt fyrsta mótið í mótaröð FRÍ og Prentmets.

FRÍ Author