Kári Steinn sigraði í Kaldalshlaupinu á 69. Vormóti ÍR

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sýndi að hún er í góðu formi um þessar mundir. Hún sigraði í 100 m hlaupi á 12,23 sek. eftir góða keppni frá Dóru Hlín Loftsdóttur úr FH og Dórótheu Jóhannesdóttur úr ÍR. Dóra kom í mark á tímanum 12,63 sek., en Dóróthea 12,65 sek.

 

Sveinn Elías Elíason úr Fjölni sigraði í 100 og 200 m hlaupi á ágætis tímum, en meðvindur var of mikill. Hann hljóp 100 m á 10,79 sek og í 200 m hlaupi á 22,01sek.  Báðir þessir tímar eru undir besta tíma ársins, en meðvindur var of mikill til að árangur teldist löglegur. Trausti Stefánsson FH sigraði í 400 m hlaupi karla á 49,56 sek. sem er besti tími ársins, skv. afrekaskrá. 

 

Snorri Sigurðsson ÍR kom fyrstur í mark á 1:57,56 sek. Í 800 m hlaupi kvenna sigraði Björg Gunnarsdóttir ÍR á 2:25,18 mín og Anita Hinriksdóttir ÍR sigraði 1500 m hlaupið á 4:49,21 mín.

 

Árangur kvöldsins lofar góðu fyrir sumar, en strekkingsvindur og kuldi settu óneitanlega mark sinn á árangur kvöldsins, en hitastig var aðeins um 6 stig á Celíus auk vindkælingar. Vindur var nær undantekingarlaust of mikill til að árangur í spretthlaupum, langstökki og þrístökki teldist löglegur.

 

Úrslit mótsins má sjá á mótaforriti FRÍ hér (http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1627.htm)

FRÍ Author