Kári Steinn setti íslandsmet og náði jafnframt Ólympíulágmarkinu í maraþoni

Hlaupið hjá Kára Steini var nokkuð jafnt, en milltímar hans voru sem hér segir:

  • 5 km   16:08 mín.
  • 10 km 32:20
  • 15 km 48:25
  • 20 km 1:04:28 klst.
  • 25 km 1:20:31
  • 30 km 1:26:43
  • 25 km 1:53:03
  • 40 km 2:10:02
Fyrri hluta hlaupsins fór hann á 1:07:58 klst., en þann síðari á 1:09:15 klst., en eins og fram hefur komið í fréttum, fékk hann smá krampa síðari hluta hlaupsins. Meðalhraði Kára Steins var um 18,45 km á klst. og að jafnaði fór hann hvern km á 3:15 mín.
 
Makau, sem sigraði einnig í Berlín í fyrra, bætti met Eþíópíumannsins Haile Gebrselassie, sem hann setti í Berlín 2008, um 20 sekúndur. Gebrselassie var meðal þátttakenda í hlaupinu nú en átti við meiðsli að stríða og lauk ekki hlaupinu.  Florence Kiplagat frá Kenýa sigraði í kvennaflokki á tímanum 2:19:44. Irina Mikitenko frá Þýskalandi varð önnur á 2:22:18 og Paula Radcliffe frá Bretlandi þriðja á 2:23:46. Er þetta fyrsta hlaupið í tvö ár, sem Radcliffe tekur þátt í en hún hefur átt við meiðsli að stríða.

Nánari upplýsingar um úrslit o.fl. er hægt að sjá á heimasíðu hlaupsins.

FRÍ Author