Kári Steinn með Íslandsmet í 5000 m. hlaupi og kjörinn íþróttamaður vikunnar í Berkley

Kári Steinn Karlsson, hlaupari úr Breiðabliki, setti Íslandsmet á Háskólamóti í Kaliforníu í þann 4. maí sl. Kári hljóp 5000 metra hlaup á 14:06,61 mínútum og bætti þar með eigið Íslandsmet frá því í fyrra um liðlega sekúndu.
Fyrra metið setti Kári á sama móti fyrir ári síðan en hinn þekkti skóli Stanford heldur mótið en Kári keppir fyrir Berkeley. Kári á einnig Íslandsmetið í 10000 metra hlaupi sem hann setti jafnframt í fyrra.
Kári Steinn var í kjölfarið valinn íþróttamaður vikunnar í Berkley, en það er mikill heiður fyrir hann. Íþróttamaður vikunnar er valinn úr hópi allra íþróttamanna skólans.
 
Til hamingju Kári Steinn.
 
Sjá umfjöllun á um íþróttamann vikunnar, Kára Stein á
http://www.calbears.com/sports/c-otrack/spec-rel/050409aab.html
 

FRÍ Author