Kári Steinn Karlsson bætti 32 ára Íslandsmet í 10.000 m. hlaupi í nótt.

Ólympíulágmark fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar er 28:10.00 mín og á Kári Steinn töluvert eftir í það lágmark en að eigin sögn eftir hlaupið þá telur hann sig eiga mikið inn og má búast við því að hann eigi eftir að hlaupa á betri tíma þegar að líður á sumarið.
 
Kári Steinn hefur með þessum glæsilega árangri komist í London 2012 hóp FRÍ í 10.000 m. og er því bæði búinn að ná lágmarksviðmiðum í 5000 m. og 10.000 m. á árinu í Ólympíuhóp 2012.

FRÍ Author