Kári Steinn i 10. sæti í Hamborg

 „Ég var nokkuð sáttur með hlaupið miðað við æfingamagn síðustu vikur og aðstæður en ætlaði mér nú samt að bæta Íslandsmetið en dagsformið og aðstæður buðu bara alls ekki upp á það. Metið mitt er 1.05,35 klst. Þetta var engu að síður hörkuæfing og allt er á réttri leið og ég á mikið inni í þessari grein,“ sagði Kári eftir hlaupið en hann tekur þátt í heilu maraþoni á Ólympíuleikunum í London í sumar.
 
Fréttin er tekin af síðu mbl

FRÍ Author