Kári Steinn hljóp 5000m á 14:08,58 mín í Seattle

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur hleypur 5000m innanhúss hingað til skv. afrekaskrá FRÍ og er árangur Kára 12 sek. betri en hann á utanhúss í greininni og 4,60 sek. undir Íslandsmeti Jóns Diðrikssonar utanhúss (14:13,18 mín, Dublin 1983).
 
Þessi árangur Kára verður því skáður sem besti árangur Íslendings frá upphafi innanhúss í þessari vegalengd, en þar sem keppnin fór fram á rúmlega 300m hring (OT – Oversize Track) verður þetta ekki skráð sem Íslandsmet í greininni, þar sem eingöngu eru staðfest met á 200m hringbraut innanhúss í hlaupagreinum frá 200m og uppúr.
 
Það er ljóst að Kári Steinn er í feiknaformi og er líklegt að hann muni bæta Íslandsmetin í lengri vegalengdum utanhúss þegar hann byrjar að keppa utanhúss í vor, en hann á annan besta árangur Íslendings í 3000, 5000 og 10000m hlaupum utanhúss frá upphafi.

FRÍ Author