Kári Steinn á nýju meti

Arnar Pétursson endaði í 98. sæti á tímanum 1:09,44 klukkustundum og bætti með því sinn persónulega árangur. Ingvar Hjartarson kláraði hins vegar ekki hlaupið.
 
Í kvennaflokki varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir í 76. sæti á tímanum 1:20,01 klukkustund og bætti sinn persónulega árangur. Martha Ernstsdóttir varð í 82. sæti á tímanum 1:24:23 klukkustundum og Helen Ólafsdóttir endaði í 84. sæti á tímanum 1:24,40 klukkustundum.
 
Keppt var í einstaklingskeppni sem og þriggja manna sveitakeppni. Þetta var í fyrsta skipti sem íslensk karlasveit tekur þátt í þessu móti en árið 1993 var send þriggja kvenna sveit í hlaupið sem fór fram í Ósló.  

FRÍ Author