Jónas Egilsson fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands hlaut í sumar viðurkenningu frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF) sem kallast IAAF Veteran’s Pin Award.
Jónas hefur gegnt ýmsum störfum fyrir frjálsar íþróttir í gegnum tíðina.
- Hann var framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, 2010-2015.
- Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, 1997-2006 og 2012-2014, þá var hann varaformaður sambandsins, 1996-1997, og í stjórn, 2014-2016.
- Stjórnarmaður í Frjálsíþróttasambandi Evrópu (European Athletics), 2003-2007 og 2011-2015.
- Formaður Frjálsíþróttasambands evrópskra smáþjóða (AASSE), 2001-2007 og 2011-2015.
- Formaður Fræðslunefndar European Athletics 2003-2007.
- Formaður undirbúningsnefndar fyrir stefnuþing Eurupean Athletics (CEO Conference), 2003-2006.
- Formaður frjálsíþróttadeildar ÍR, 1988-1990 og 1991-1993.
- Ritstjóri tímaritsins Frjálsar, 1988-1989, 2006-2008.
- Formaður Landsliðsnefndar FRÍ, 1991-1992.
- Formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur (FÍRR), 1988. Í stjórn 1989-1993.
- Formaður Landsliðsnendar FRÍ, 1990-1991.
- Formaður Útbreiðslunefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, 1987-1989.
- Varaformaður Frjálsíþróttadeildar ÍR, 1979-1981.
Á myndinni hér að neðan má sjá Jónas með viðurkenninguna.
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Jónasi innilega til hamingju!