Jón S. Ólafsson vann til bronsverðlauna í Perth

Jón, sem keppir fyrir hönd Breiðabliks, stökk 3,20 m, sem er aðeins 10 cm lægra en stökk Bretans Allan Williams sem sigraði. Þjóðverjinn Klaus-Peter Nauendorf sem hafnaði í 2. sæti stökk 3,20 m eins og Jón, sem og Finninn Olavi Roivainen sem varð fjórði. Jón keppti einnig í tugþraut og hafnaði í 9. sæti með 5375 stig, þrátt fyrir að hafa ekki lokið keppni í síðustu greininni, 1500 m hlaupi. Bandaríkjamaðurinn Noel Ruebel sigraði með 6912 stig. Við óskum Jóni til hamingju með frábæran árangur á mótinu.
 

FRÍ Author