Jón með 71,56m í spjótkasti og Óðinn Björn með 17,96m í kúluvarpi

Jón Ásgrímsson FH náði lengsta kasti ársins í spjótkasti á 2.Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gærkvöldi.
Jón kastaði lengst 71,56 metra, sem er tæplega einum metra frá hans besta árangri frá árinu 1998 (72,47m).
Þá varpaði Óðinn Björn Þorsteinsson FH kúlunni 17,96 metra á sama móti, en þetta er fyrsta utanhússkeppnin
hjá honum á þessu ári.

FRÍ Author