Jón S. Ólafsson með bronsverðlaun á HM Öldunga í Suður Kóreu!

Jón S. Ólafsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki í flokki karla 60–64 ára á heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem haldið var í Daegu í Suður-Kóreu nýverið. Jón stökk yfir 3,00 metra. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem Jón vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti því á heimsmeistaramóti öldunga utanhúss sem haldið var í Perth í Ástralíu sl. sumar vann hann einnig til bronsverðlauna, með stökki yfir 3,20 metra.

Við óskum Jóni til hamingju með þennan glæsilega árangur!

Á meðfylgjandi mynd sést hann keppa á meistaramóti öldunga innanhúss sem haldið var í Kaplakrika í janúar síðasliðnum.