Jólafundur þjálfara

Mánudaginn 20.12. fór fram net-jólafundur þjálfara þar sem starfsfólk skrifstofu FRÍ fór yfir helstu mótin sem framundan eru 2022, valaðferðir, lágmörk ofl. Einnig var kynning frá þeim sem fengu styrk til að sækja þjálfararáðstefnur á vegum Evrópusambandsins (EAA) nú í vetur. Þetta mæltist einstaklega vel fyrir og gaman að skiptast á upplýsingum og fá innsýn í þjálfun og þankagang heimsklassa afreksíþróttafólks og þjálfara þeirra. Allt efnið er aðgengilegt á heimasíðu FRÍ og hægt er að óska eftir ítarefni frá ráðstefnunum sé þess óskað. 

Hér er stutt yfirlit frá þessum þremur ráðstefnum.

European Discus Throw Conference

Pétur Guðmundsson og Stefán Ragnar Jónsson sóttu the European Discus Throw Conference sem haldin var í Tallinn, Eistlandi 19.-21. nóvember 2021. Rástefnan var hluti af European Athletics Coaching Summit Series, skipulögð af Globalthrowing í samvinnu við eistneska frjálsíþróttasambandið (EKJL). Þátttakendur voru um það bil 75 frá um 30 löndum.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunar voru nýbakaður Ólympíumeistari, Valarie Allman, og þjálfari hennar Zebulon Sion. Fóru þau yfir æfingaraðferðir þeirra, tækni áherslur hennar í kringlukasti ásamt þróun hennar sem íþróttamanns. Vésteinn Hafsteinsson sagði frá þjálfun Simon Petterson undanfarin ár ásamt því að rýna í kastið sem tryggði honum Silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Tokyo. Piotr Malachowski, Heimsmeistari 2015, Evrópumeistari 2010 og 2016 og silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008 og 2016, fór yfir ferilinn með hjálp frá Gerd Kanter.

Stefán gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp spurningakeppni um kringlukast og sigraði. Alls kepptu um 70 þjálfarar víðsvegar að komnir svo segja má að um heimsmeistaramót hafi verið um að ræða. Að launum fékk hann kvennakringlu sem árituð er af tveimur gullverðlaunahöfum í kringlu, Gert Kanter (2008) og Valeri Allman (2021).

Endurance conference

Dagana 12-14. nóvember 2021 sótti Ástþór Jón Ragnheiðarson Endurance conference ráðstefnu út í Leeds í Englandi.

Ráðstefnan sjálf var svo afar fræðandi. Það var heill hellingur af fyrirlestrum og fyrirlesurum

Ástþór Jón

Það var meðal annars farið yfir styrktarþjálfun langhlaupara og tengsl milli huglægra og líkamlegra þátta í vonbrigðum íþróttamanna með árangur. Einnig var verklegur fyrirlestur með Helen Clitheroe & Dane Mitchell.

European Multi Event Conference

Matthías Már Heiðarsson og Sigurður Arnar Björnsson sóttu The European Multi Event Conference 2021 í Stokkhólmi. Ráðstefnan fór fram dagana 20. – 31. október. Ráðstefnan hófst á föstudegi á kynningu frá Jarkko Kortalinen sem var að sýna hvernig hægt væri að nota nútímatækni eins og síma við þjálfun. Á laugardeginum kom Christopher Hallman og talaði um fjölþrautaþjálfun í Þýskalandi og hvernig skipulagið er í kringum fjölþrautalandsliðið þar. Sunnudagurinn byrjaði svo á fræðslu frá Petteri Jouste sem hefur náð góðum árangri í þjálfun sprett- og grindahlaupara í um 30 ár.

Það er virkilega vel metið að fá styrk hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands til þess að fara á ráðstefnu sem þessa og vonum við að áframhald verði á þessum styrkveitingum.

Matthías Már og Sigurður Arnar