Jóhanna sigraði þrístökkið á danska meistaramótinu í gær

Jóhanna Ingadóttir ÍR sigraði þrístökkið á danska meistaramótinu í Skive í gær með yfirburðum, stökk 12,40 metra, en næsti keppandi stökk 61 sm styttra. Jóhönnu tóks þó ekki að slá íslandsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur HSK að þessu sinni, en það er 12,83 metrar.
 
Þá náði Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki 2. sæti í 60m grindahlaupi í gær þegar hún hljóp á 8,96 sek.
Linda Björk varð síðan í 3. sæti í 60m hlaupi í dag á 7,90 sek. og Hafdís Sigurðardóttir HSÞ kom fjórða í mark á 7,99 sek. Hafdís náði hinsvegar 3. sæti í úrslitum 200m hlaupsins í gær á 25,58 sek.
Bjartmar Örnuson UFA varð í 7. sæti í 800m hlaupi í gær á 1:59,99 mín.
 
Ekki eru komin inn fleiri úrslit frá keppninni í dag, en meðal keppenda á mótinu í dag eru Hafdís, Jóhanna og Kristinn Torfason í langstökki og Bjartmar og Arndís María Einarsdóttir í 400m hlaupi.
 
Sjá nánar heimasíðu danska frjálsíþróttasambandsins hér.

FRÍ Author