Jófríður Ísdís með mikla bætingu í kringluasti

Skagastúlkan Jófríður Ísdís Skaftadóttir USK snarbætti eigin árangur í kringluasti (600 gr,) á innanfélagsmóti FH í Kaplakrika í gær. Hún þeytti kringlunni 47,53 m sem er besti árangur í þessum aldursflokki frá upphafi. Hún átti best sjálf áður 35,99 m á móti í Búðardal á síðasta ári, sem þá var stelpnamet.
 
Guðmundur Karlsson úr FH kastaði lóði 15,62 m lengst á sama móti í gæri.

FRÍ Author