Jöfnun á aldursflokkameti hjá Tiönu

Fyrri keppnisdegi er nú lokið á Bauhaus mótinu í Mannheim í dag. Þar ber hæst jöfnun á aldursflokkameti hjá Tiönu í 100 metra hlaupi í 18-19 ára og 20-22 ára flokki stúlkna. Þar hljóp hún á 11,68 sekúndum með mótvind upp á 0,7 m/s og endaði í 4. sæti. Guðbjörg Jóna hafði nýverið sett þetta met á vormóti HSK 30. maí síðastliðnum.

Önnur úrslit eru þau að Þórdís Eva hljóp 400 metrana á 55,34 sek og varð í 9. sæti, Erna Sóley kastaði 14,38 metra í kúluvarpi og endaði í 6. sæti og Mímir varð 12. í kringlukasti með kast upp á 48,71 metra.

 

Um helgina fer einnig fram MÍ í fjölþrautum. Eftir fyrri keppnisdag er Ísak Óli efstur í karlaflokki með 3475 stig, Reynir Zöega með 2481 stig í 18-19 ára flokki pilta, Ragúel Pino með 3035 stig í flokki 16-17 ára pilta og Guðmundur Auðunn með 1858 stig í flokki pilta 15 ára og yngri. Marta María er með 1713 stig í flokki stúlkna 16-17 ára.