JJ mót Ármanns þann 24.maí – Mótaröð FRÍ

 Tímaseðil má sjá á mótaforriti FRÍ en þar fer einnig skráningin fram.  Skráningarfrestur rennur út kl. 24:00 mánudaginn 21. maí.

Keppnisgreinar verða 15 og eru eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):

Konur: 100m gr.,100m, 300m, 1500m, hástökk og spjótkast.

Karlar: 100 m, 300m, 1500m, hástökk, kúluvarp, spjótkast og sleggjukast.

Piltar 18-19 ára: Kúluvarp. Piltar 16-17 ára: Sleggjukast.

Þátttökugjald:

Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja einstaklingsgrein. Þátttökugjald skal lagt inn á reikning 301-26-1150, kt: 491283-0339, áður en keppni hefst. Vinsamlegast tryggið að kvittun berist í tölvupósti á:  gjaldkeri@armannfrjalsar.com.

Ógreidd þátttökugjöld verða innheimt hjá viðkomandi félögum er senda keppendur á mótið.

 

Verðlaun:

Mótaraðarverðlaun verða veitt fyrir 1. sæti í 10 greinum af FRÍ, en þær eru eftirtaldar fyrir bæði konur og karla: 100m, 300m og 1500m hlaup, hástökk og spjótkast. FRÍ veitir einnig Usain Bolt ilminn, svitalyktareyði og sturtusápu í verðlaun í 100m og 300m hlaupi karla og kvenna. Mótshaldari veitir hefðbundin verðlaun fyrir 1. sæti í öðrum greinum.

 

Stigakeppni:

 

Mótaröðin verður stigakeppni þar sem hægt verður að safna stigum innan fjögurra flokka. Flokkarnir eru:
Sprettgreinar: 100m, 200m, 300m, 400m, 100/110m grindahlaup og 400m grindahlaup
Millivegalengdagreinar: 600m, 800m, 1500m, 3000m, 3000m hindrun og 5000m
Stökkgreinar: Langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk
Kastgreinar: Kúluvarp, kringlukast, spjótkast og sleggjukast
 
Fyrir 1. sæti fást 4 stig, 2. sæti gefur 2 stig og 3. sæti 1 stig. Ekki er hægt að safna stigum úr fleiri en einni grein á hverju móti.

 

Mælst er til þess að keppendur verði í félagsbúningi sínum á mótinu.

 

Mótsstjóri:

Freyr Ólafsson, Frjálsíþróttadeildar Ármanns.

FRÍ Author