JJ – mót Ármanns fer fram nk. laugardag

Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur ákveðið að endurvekja JJ-mót Ármanns og fer mótið fram nk. laugardag á Laugardalsvellinum og hefst kl. 14:00. Þetta er fyrsta opna mótið á þessu sumri og síðasta mótið áður en val á keppendum á Smáþjóðaleikana á Kýpur fer fram. Mótið er haldið í minningu Jóhanns Jóhannessonar fyrrverandi formanns deildarinnar, en hann var einn af stofnendum deildarinnar á sínum tíma og var í áratugi leiðtogi og formaður deildarinnar.
 
Keppt verður í eftirfarandi greinum á mótinu:
Konur: 100m, 400m, 800m, 3000m, 400m gr., 4x100m boðhlaupi, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti.
Karlar: 100m, 400m, 1500m, 110m gr., hástökki og spjótkasti.
 
Nánari upplýsingar og tímaseðill eru að finna undir mótaskránni hér á síðunni, en skráningarfrestur rennur út um hádegi nk. föstudag. Skráning fer fram í mótaforriti FRÍ; www.mot.fri.is

FRÍ Author