JJ mótið í kvöld

Klukkan 18 í kvöld fer hið árlega JJ mót Ármanns fram á Laugardalsvelli. Margt af okkar besta frjálsíþróttafólki keppir þar og berst fyrir sæti á Smáþjóðameistaramótinu sem er í byrjun júní í Liechtenstein.

Búast má við gríðarlegri keppni í mörgum greinum og sem dæmi má geta þess að í 100m hlaupi kvenna mæta þrjár efstu konur afrekalistans frá 2017 til leiks, þær Tiana Ósk, Guðbjörg Jóna og Hrafnhild Eir.

Spennandi kvöldstund framundan.