JJ mót Ármanns

Síðastliðinn miðvikudag fór fram hið árlega JJ mót Ármanns á Laugardalsvelli. Keppt var í hinum ýmsu greinum og var veður milt og gott og tilvalið til bætinga.

Helstu úrslit mótsins eru þau að í langstökki karla sigraði Þorsteinn Ingvarsson ÍR með stökk upp á 6,87 m, í kúluvarpi karla sigraði Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR með 16,93 m kasti og í stangarstökki kvenna sigraði Hulda Þorsteinsdóttir ÍR með stökk uppá 3,80 m.

Í spjótkasti karla sigaði Örn Davíðsson FH með kast upp á 65,57 m og í spjótkasti kvenna sigraði Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki með kast upp á 44,64 m.

Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki sigraði langstökk með stökki upp á 5,32 m (+0,1 m/s) og 100m hlaup stúlkna undir 16 ára á tímanum 12,60 sek (-0,2 m/s) en hún var að bæta sig í báðum greinum. Hefur hún verið að hlaupa og stökkva gríðarlega vel að undanförnu og verður mjög spennandi að fylgjast með henni í sumar.

Í 100m hlaupi karla sigraði Ari Bragi Kárason FH á tímanum 10,95 sek, Trausti Stefánsson FH var í öðru sæti á tímanum 11,06 sek og Juan Ramon Borges Bosque Breiðabliki var þriðji á tímanum 11,11 sek. Meðvindur mældis (+0,3 m/s).

Í 400m hlaupi karla sigraði Kormákur Ari Hafliðason FH á tímanum 49,64 sek og í 400m hlaupi kvenna sigraði Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðabliki á tímanum 61,28 sek.

Í 800m hlaupi kvenna sigraði Iðunn Björn Arnaldsdóttir ÍR á tímanum 2:28,58 sek en það er bæting hjá henni og í 800m hlaupi karla bar Hugi Harðarson Fjölni sigur úr býtum á tímanum 2:03,37 sek.